Litla kaffistofan er bensínstöð og veitingahús á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni. Litla kaffistofan er í eigu Olís, eins stærsta olíufélagsins á Íslandi. Hún var upphaflega stofnuð 4. júní 1960 og hefur verið rekin óslitið síðan. Litla kaffistofan er vinsæll áningarstaður þeirra sem ferðast til og frá Reykjavík, höfuðborginni, og ýmissa áfangastaða á Suður- og Austurlandi, s.s. Hveragerðis, Selfossi, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri, o.fl. Skammt frá Litlu kaffistofunni er Hellisheiðarvirkjun og Raufarhólshellir og skíðasvæðið í Bláfjöllum og þá er tilvalið að koma við og nesta sig upp fyrir útivist dagsins eða koma við í lok ferðar og fá sér að borða . Rekstraraðili frá 1. nóv 2017 er Katrín Hjálmarsdóttir. Litla kaffistofan býður upp á úrval af samlokum og smurðu brauði, Heimilismatur er framreiddur alla virka daga ásamt súpu dagsins, við bjóðum upp á fölbreyttan grill matseðil og einnig er hægt að panta kvöldmat fyrir hópa, þar sem boðið er upp á sérstakan kvöld matseðil eða hægt að kaupa rétti af grillseðli.

Covid 19
Meðan 10 manna takmark er, þá er minnkuð opnun hjá okkur og munum við loka kl. 15:00 mán - laug lokað á sunnudögum. þetta verður endurskoðað þegar e.h. tilslakanir verða gerðar.
Hnetusteik
Það verður hægt að panta Hnetusteik hjá okkur fram að jólum. 500gr og 1 kg. steikur. Panta þarf með 2 daga fyrirvara. Hnetusteikin er á 3.400 kr kg. Hægt er að panta með emaili eða í gegnum facebook
Djúpsteiktur þorskur, borinn fram með frönskum, sósu og salati og Egils gosdós kr. 1.990.-

Lúxusborgari, m/osti, beikon, lauk gráðostasósu og heimagerðri chillie sultu borinn fram með bakaðri kartöflu eða frönskum