Fjölskyldufyrirtækið Litla kaffistofan

Ég heiti Katrín Hjálmarsdóttir og rek Litlu kaffistofuna ásamt fjölskyldu minni.  Litla kaffistofan hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá okkur og vorum við fastagestir hér til margra ára áður en við tókum við rekstrinum.  Hér var alltaf gott að koma og vel tekið á móti öllum gestum með nýbökuðum brauðum og pönnukökum.  Ég vildi reyna sem mesta að halda í þessa góðu upplifun sem það var að koma hér og við leggjum metnað okkar í að taka vel á móti öllum gestum og bjóðum upp á heimabakað brauð og pönnukökur í anda fyrri rekstraraðila.  Einnig leggjum við mikið upp úr því að allt sé bakað og smurt hér á staðnum og allur matur unnin úr ferskum hráefnum og eins mikið íslenskt og hægt er.

Við vildum einnig bjóða upp á meiri fjölbreytileika svo við bjóðum upp á heimilismat alla virka daga  í hádeginu og erum með grillmatseðil sem er í gangi allan daginn alla daga.  Einnig er sérstakur kvöldverðarmatseðill í gangi fyrir hópa en það þarf að panta með sólahringsfyrirvara ef menn vilja koma og borða kvöldmat á Litlu kaffistofunni.

Ég lærði Heilsumeistarfræði hjá Heilsumeistaraskóla Íslands og mér finnst mjög gaman að geta nýtt þann lærdóm í að bjóða upp á Heilsuhornið mitt, sem er smá úrval af heilsuréttum og vegan mat og kökum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

HAFA SAMBAND

Success! Message received.